Screenshot 2020-12-03 at 08.24.26.png

1.0

Hugarkort Bjarma vorið 2020


 Blómaskreytingar

Screenshot 2020-12-03 at 08.24.26.png

reface_1602339504068_924.gif

Hugarkort

Á þessu vefsvæði er að finna ferðalag mitt í blómaskreytingum á haustönn 2020.

Hugarkortið er unnið með það í huga að ég geti sótt upprifjun og innblástur í kortið, þegar mig hentar.

Eitt af grunn gildunum mínum er að vera umhverfisvænn. Svo ég tel að vefsíða sem þessi sé rétti kosturinn til að miðla efninu.

Spírall: Þegar vöndur er bundinn í spíral þýðir það að allir stilkarnir liggja á ská í sömu átt og raða sér í hring um einn punkt, miðásinn. Upphafslínan skal vera alveg bein og haldast lóðrétt. Spírallinn byrjar á fyrsta blóminu sem jafnframt er hæsta blómið í vendinum og það blóm sem er miðblómið.


Skáskurður og safaspenna
Hnífur þarf að vera vel beittur.
Lengd skáskurðar ca 5cm, fer þó eftir þykkt og stærð stilksins.
Hreinsa vel stilkana áður enn sett er í vatn.
Þvo og sótthreinsa vasa og fötur.
•Villt blóm eða garðblóm þarf að klippa snemma morguns eða að kvöldi eftir sólarlag.


Gullna sniðið í blómaskreytingum: Jafnvægispunktur skreytinga/blómavanda liggur alltaf þar sem skurðpunktur gullna sniðsins er. Þetta á við hvort sem skreytingin er lárétt eða lóðrétt. Til að ákveðja hæð og breidd skreytingar notum við einnig gullna sniðið. Gullna sniðið nýtist einnig þegar skreyting samanstendur af þremur þyrpingum. Gullna sniðið í skreytingu er ávallt jafnvægispunktur hennar.


IMG_1106.jpeg

Bogi

Fyrsta heimaverkefnið:

Blómvöndur fyrir þjóðþekkta íslenska persónu.

Áhersluatriði: gullin snið, jafnvægisás, litir of áferð.


Hin ýmsu verk og verkefni yfir önnina:


IMG_1564.jpeg

Form úr plöntuefni

Heimaverkefni # 2

Hanna og mynda form úr plöntuefni

Áhersluatriði: hönnun,áferð,andstæður,litir og form.



Kertaskreytingar



IMG_1872.jpeg

Teboð Hattarans

Heimaverkefni # 3

Áherslur: Viðskiptavinur,kostnaðaráætlun, borðskreyting, kynning,þema.

Viðskiptavinurinn óskar eftir hugmyndum af borðskreytingu og verðtilboð.


Ögrum norminu


Samúðarkransar og Samúðarkrossar


Jólaskreytingar


Árbæjarblóm
skREYTINGAR Á VERKNÁMSSTAÐ


Unnið með vír:

reface_1602339373521_448.gif

Og þannig hljómaði fyrsta önnin mín af Blómaskreytingarbraut